Sæl og blessuð !!
Var að enda við að skrá mig - auðvitað mætir maður á Ísó í vor !!
Ég mun koma ásamt fríðu föruneyti að norðan en ég og Jóna Fanney erum nágrannar, hún á Blönduósi og ég á Króknum.
Hlakka alveg gegt til þess að sjá ykkur öll !!
kærar kveðjur,
Ásdís
Bloggar | 11.3.2007 | 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sæl Sirrý.
Það eru 25 búnir að svara sem er rúmlega 1/3 af hópnum. Skora á alla að fara að svara okkur hvort þeir koma eða ekki. Þið sem eruð hérna fyrir vestan þurfið líka að svara okkur af eða á.
Eins og ég hef held ég skrifað áður þá er betra að skrá sig og ef eitthvað kemur upp á að þá láta vita ef þarf að afboða.
Verð bara að segja það að það verður erfitt að skipuleggja helgina ef allir ætla að skrá sig rétt áður en þeir mæta. Það er ýmislegt sem þarf að gera áður en allir mæta. Finna rétta húsnæðið miðað við fjölda og fá veitingar o.s.frv.
Kv Helga Ásg.
Bloggar | 6.3.2007 | 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sæl veriði !!
Ætlaði bara að forvitnast....er eitthvað að glæðast með mætingu hjá árgangnum (fleiri búnir að skrá sig?) kv.Sirrý
Bloggar | 6.3.2007 | 13:02 (breytt kl. 13:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kæru fermingar- og skólasystkini
Núna eru komin á skrá hjá okkur 20 nöfn á þeim sem ætla að mæta í vor.
Það er betra að skrá sig og ef eitthvað kemur upp á þá er hægt að láta okkur vita.
Þeir sem eru hér fyrir vestan þurfa líka að skrá sig.....
kv. Helga, Sveina og Þórhildur..
Bloggar | 19.2.2007 | 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hæ hó
Ein af þeim sem ekki er dugleg að skrifa. Vinn við tölvu allan liðlangan dagin og guttarnir mínir eiga heimilistölvuna..
Jeb.. semsagt flutt á mölina.. Vinn í stóru ljótu húsi við Hlemm tiltek ekki nánar... vinn t.d. með bróður hennar Kristínar Kristjáns.. og ekki orð um það meir..
Á tvo uppkomna stráka sem eru orðnir miklu stærri en ég.. og þarf nú ekki mikið til.
Svakalega er tímin fljótur að líða. Það var nú ekki fyrir löngu síðan að við hittums á Ísó.. Já og einhverjir mættu í morgunkaffi til mín, eða var það næturkaffi. Já og ef ég man rétt þá sofnuðu einhverjir á gólfunu hjá mér og í kojunni..
Annars vil ég þakka ykkur fyrir gott framtak með síðuna. Kíki svona af og til inn. En eins og ég segi, als ekki dugleg að skrifa. O já myndirnar eru nú bar frábærar.. bara sprakk úr hlátri Er ekki fermingamyndin af mér örugglega komin á sölu á Ebay??? bara spyr...
Veit ekki enn hvort ég kemst vestur í hittinginn, en aldrei að vita.
Kv
Sólrún G
Bloggar | 9.2.2007 | 21:34 (breytt kl. 21:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Setti inn nýjar myndir, albumið heitir: Bland í poka
Þetta er bara lítill hluti af myndum sem ég á, set meira inn seinna.
Vil enn minna á að þið þurfið að skrá ykkur vegna mótsins í vor.
það eru bara komnar inn ca 10 skráningar.
kv
Helga
Bloggar | 8.2.2007 | 18:57 (breytt kl. 18:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fannst ykkur þetta ekki meiriháttar skemmtilegt lag í den:):) varð að deila því með ykkur !! Verið bara þolinmóð á meðan það downloadast, passið bara að takkinn sé á eftir rauða strikinu annars stoppar það :) þið getið sent vinum og vandamönnum þetta video með því að smella á "share" og þið getið horft á fleiri Smokie lög ef þið smellið á "You Tube" góða skemmtun.
Harpa.
Bloggar | 6.2.2007 | 22:59 (breytt kl. 23:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja nú óskum við eftir því að þið setjið hér inn óskalög frá tímanum okkar í skóla (barnaskóla og gagnfr.skóla) setjið það inn á athugasemdir við þessa bloggfærslu.
kveðja
Undirbúningsnefnd
Áður komið: http://argangur63.blog.is/blog/argangur63/entry/101408
Bloggar | 2.2.2007 | 01:42 (breytt kl. 01:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hæ hæ
Vildi bara minna á að þið þurfið að láta okkur í undibúningsnefndinni vita hvort þið komið eða ekki.
Við sendum út yfir 70 bréf en að því að ég best veit hafa einungis komið inn tvær skráningar en sem komið er.
Við viljum endilega fá frá ykkur tölvupóst eða símhringingu.
Kveðja frá höfuðstaðnum Ísafirði
Helga Ásgeirs
Bloggar | 2.2.2007 | 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er frábært að það er komin dagsetning og smá plan fyrir hittinginn í vor.
vona bara að sem flestir mæti.
ég hitti Villa Matt í gær og okkur kom saman um það að þett sé frábært að hafa svona síðu til að kíkja á (sumir að vísu duglegri en aðrir að skrifa inná tld er Harpa alveg ótrúlega iðin við það)
..en bara áfram árg 63
Kv Inga Ólafs.
Bloggar | 31.1.2007 | 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)