Færsluflokkur: Bloggar

SÓLARKAFFI 2008

 

8. janúar 2008
 
Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins verður haldið á Broadway 25. janúar n.k.  Húsið opnar kl. 19:30 og dagskrá hefst kl. 20:30. 

Forsala aðgöngumiða laugardaginn 19. janúar kl. 14-16 í miðasölu Broadway við Ármúla og í miðasölusíma Broadway frá þeim tíma og svo alla virka daga milli kl. 13 og 17 fram að Sólarkaffi.  Sími miðasölu: 553-1100.   

Frábær dagskrá: Appolo, Bergþór Pálsson, pukarnir.com, Einar Hreinsson ræðumaður kvöldsins, happadrætti, Millarnir leika fyrir dansi.

Veislustjóri: Margrét Sverrisdóttir. 


Árgangur 1963 fagnaði 30 ára fermingarafmæli

bb.is  » Forsíða » Frétt
Arg63 
30 ára fermingarbörn áttu gleðilega endurfundi á Ísafirði um helgina.

bb.is | 22.05.2007 | 13:27

Árgangur 1963 fagnaði 30 ára fermingarafmæli

Árgangur 1963 á Ísafirði kom saman um helgina af tilefni af því að þrjátíu ár eru liðin frá því að hópurinn gekk til altaris í fyrsta sinn. „Endurfundirnir voru mjög vel heppnaðir og skemmtilegir. Við byrjuðum á því að hittast á föstudag og fórum í brennó í íþróttahúsinu á Austurvelli og síðan borðuðum við pizzu saman í Sigurðarbúð og rifjuðum upp gömul kynni“, segir Helga Ásgeirsdóttir, eitt fermingarsystkinanna. Þá komu til endurfundanna um 50 manns af um 70 sem fermdust saman. „Á laugardeginum fórum við óvissuferð og út að borða um kvöldið. Þetta var allt saman mjög skemmtilegt og vel heppnað“, segir Helga.

thelma@bb.is

Vonandi er ok  BB. vegna að birta þess frétt hér !!


Helgin

Sæl öll sömul

Rosalega var gaman um helgina, fyrir þau sem ekki komust þá var dagskráin nokkurn vegin svona:

Mætti við Sundhöll Ísafjarðar þar biðu okkar Kalli og Guðríður lásu upp kladdann og svo farið í Brennó að því loknu farið í rútu inn í Sigurðarbúð, borðuð pizza  og dansað fram eftir nóttu.

Á laugardeginum var hist við Gamla sjúkrahúsið og  það skoðað. Síðan farið í rútu út í Hnífsdalskirkjugarð, Þar var Steinunnar og Sveinbjörns minnst. Eftir það var farið í Harðfisk og hákarlaverkun Guðmundar Páls Óskarssonar og afurðir prófaðar.  Fórum svo inn í Vestfjarðargöng og skoðuðum þar fossinn. Enduðum svo niður á Silfurtorgi og borðuðum þar kringlur úr Gamla.  Um kvöldið var farið í Krúsina og snæddur matur og svo ball.

Tók áskorun Maríu Bjarkar og setti inn nokkrar myndir.   kv. Helga Ásg.

100_1421

P.S Eigum slatta af sundpokum eftir ef þið hafið áhuga þá eru þeir til sölu á kr. 1.000. innifalið í verði er póstkostnaður.

Leggið inn á reikning 0556-14-602888 Kt. 170163-7299 og tilgreinið hver er greiðandi.

 

 


Ekki er allt búið enn,..

Góðan og blessaðan daginn, allan daginn.

Jæja þá er maður allur að skríða saman. Mikið hrikalega er búið að vera gaman hjá okkur. Enn,.....miklu fjöri fylgir mikil ábyrgð. Þið ykkar sem endalaust voruð að munda vélarnar á okkur hin greiin, í öllum bænum skella þeim hér á síðuna fyrr en seinna. Samt þó ekki fyrr en eftir hressilegt "photoshopping" svo allir séu örugglega ekki degi eldri en fjórtán og í sömu kílóatölu og vorið ´77, !!!! 

Enn og aftur þið ykkar sem voruð búin að leggja nótt við dag í undirbúninginn, bestustu, bestu þakkir fyrir alla skemmtunina. Þetta var ógleymanleg ferð, þó maður sé með (dans-) strengi og þegjandi hás eftir allan sönginn.

Ástarkveðjur til allra -maría björk 


Helgin er að bresta á fyrir WESTAN

Jæja kæru skólafélagar helgin er að bresta á fyrir westan.

Hittumst öll í góða veðrinu um helgina (ekki taka mark á veðurspá) hér er alltaf gott veður.

Kveðja

Gummi Hj.P1030825

 


Helgin nálgast óðfluga!!

Hæ allir !!
Erum orðnar afar spenntar hér fyrir norðan (ég og Jóna Fanney) og munum mæta á svæðið á einkaflugvélinni okkar á fimmtudag ef veður leyfir. Annars komum við á límúsínunni  :)
Líst vel á dagskrána og mætinguna - sem er alveg frábær !
Sjáumst glaðbeitt á föstudaginn með góða skapið í farteskinu - við hlökkum ekkert smá til Grin 

kveðja,
Ásdís og Jóna Fanney


DAGSKRÁ

Kæru fermingar og skólasystkini   

Þá er dagskráin tilbúin.

 

Föstudagur 18.maí

Mæting kl. 18.00 við Sundhöll Ísafjarðar (án maka) þar bíður okkar rúta sem keyrir okkur á áfangastað.  Þar verður boðið upp á pizzu og fleira skemmtilegt gert.

(Háhælaðir skór ekki æskilegir)

Allt sterkara en vatn og gos verður að koma með, með sér

 

Laugardagur 19.maí

Mæting kl. 14.00 við Gamla sjúkrahúsið  (án maka)

 

ÓVISSUFERÐ Cool

 

Um kvöldið verður farið út að borða í Krúsinni (makar með) mæting kl. 19.30

Þar verður á boðið upp á fordrykk, lambakjöt og eftirrétt (matseðill ekki alveg tilb.)

Rúnar Þór spilar á balli.Whistling

  

Kostnaður:

Kostnaður pr. mann er kr. 8.500.- inn í þessu verði er það sem gert verður á föstudag, óvissuferðin á laugardag og maturinn í Krúsinni. Til viðbótar er kr. 3.700,- fyrir maka ef hann kemur með í Krúsina og verður þá kostnaðurinn samtals kr. 12.200.-

 VINSAMLEGAST LEGGIÐ INN FYRIR FIMMTUDAGINN 17.MAÍ  INN Á REIKNING:      0556-14-602888 Kt. 170163-7299  

TAKIÐ FRAM Í SKÝRINGU HVER ER AÐ BORGA.

                               


Dagskrá ekki alveg tilbúin

Jæja komin eru drög að dagskrá (ekki alveg niður nelgd gæti breyst eitthvað)

Mæting við Sundhöll Ísafjarðar kl. 19.00 á föstudeginum 18.mai.

Farið verður með rútu inn í fjörð og þar borðaður léttur málsverður og spjall o.s.frv.

Á laugardeginum er planið að fara í óvissuferð mæting við Gamla sjúkrahúsið kl. 14.00

um kvöldið er kvöldverður þar sem makar eru velkomnir með.

Látið okkur endilega vita ef makar verða með á netfangið: helgaasgeirs@simnet.is

Setjum inn fullbúna dagskrá fljótlega....Wink....Endilega að fylgjast með síðunni og

skrifa í gestabókina......Smile


Mætingarlisti - Allir að yfirfara - Skráningu lýkur 31.mars 2007

Komið þið sæl öll sömul. 

Haldinn var fundur í kvöld og tekin sú ákvörðun að birta lista yfir þá sem fengu bréf frá okkur og þar sést einnig hverjir hafa skráð sig í vor.  Ákveðið var að skráningarfrestur yrði til 31 mars.

Þetta er gert til að ýta við þeim sem eiga eftir að skrá sig.

Við þurfum einnig að vita hverjir verða með maka því planið er að þeir verði með okkur á laugardagskvöldinu.  Látið okkur vita hvort maki er með eða ekki. (þeir sem eru  nú þegar búinir að skrá sig láti líka vita)

Endilega sendið okkur tölvupóst eða hringið til að skrá ykkur. (þarf bara að senda á eitt netfang)

netföng:    diddasi@simnet.is     helgaasgeirs@simnet.is   sveinah@simnet.is      eða

hringið í síma 456-3608

 

BréfMætir  Maki skráning miðast við 16.mai 2007
sentí vorlaugard.
11Arna Björg Kristmannsdóttir
11Ása Theódórsdóttir Norðquist
11Ásdís Guðmundsdóttir
11Ásgeir Jónsson
11Ásgerður Þ. Gísladóttir
1Auður Bjarnadóttir
11Auður Helga Ólafsdóttir
11Auður Yngvadóttir
1Birna Hauksdóttir
1Bjarni Brynjólfsson
11Bjarni Hákonarson
11Bylgja Kristín Héðinsdóttir
11Dagný Rósa Pétursdóttir
111Dagný Þrastardóttir
111Einar Ágúst Yngvason
1Einar J. Hreiðarsson
1Einar Þór Jónsson
11Elín Árnadóttir
1Erna Björk Jónasdóttir
1Geir Harðarson
11Guðbjartur B. Ólafsson/föstudag
11Guðmundur Friðrik Jóhannsson
111Guðmundur Hjaltason
1Guðmundur Þórir Guðmundsson
1Guðmundur Þorvaldsson
11Guðmundur Valdimarsson
111Guðrún Agnes Einarsdóttir
1Guðrún Haraldsdóttir
1Guðrún Helga Reynirsdóttir
11Gunnar Kr. Jónsson
11Gunnar Níelsson
111Gunnar Þór Gunnarsson/mat á laugardag
1Haraldur Kristinsson
111Harpa Böðvarsdóttir
111Heimir Tryggvason
1Helga Alberta Ásgeirsdóttir
11Helgi Helgason
1Hermann Óskarsson
111Hilmar Kristjánsson Lyngmó
11Hjalti Jónsson
11Hjördís Gunnlaugsdóttir
11Hrönn Ingvarsdóttir/ á föstudag.
11Ingibjörg Jónsdóttir
111Ingibjörg Ólafsdóttir
11Jón Finnbogi Gíslason
1Jón Heimir Hreinsson
1Jón Páll Vignisson
11Jóna Fanney Friðriksdóttir
11Kristín K. Kristjánsdóttir
1Kristinn Jóhannsson
Kristinn F. Kristjánsson
111Kristrún H. Björnsdóttir
11Magnús H. Jónsson
11Magnús Ólafsson
11María Björk Traustadóttir
1Nanna Sigurðardóttir
111Ólafur Baldursson
1Óli Pétur Lúðvíksson
1Óttar Jónsson
11Pétur Oddsson
11Ragnheiður Elín Samúelsdóttir
1Rannveig Eyþórsdóttir
111Sigríður Hrönn Jörundsdóttir
11Sigríður Inga Elíasdóttir/Laugardag
110Sigurborg Kristjánsdóttir
11Sigurður Kristinn Ægisson
11Sigurður V. Jónasson
1Snorri Sigurhjartarson
11Sólrún Guðmundsdóttir
11Sveinfríður Högnadóttir
111Sveinn Ingi Guðbjörnsson
1Sveinn Kjartansson
11Þórhildur Sigurðardóttir
1Vagn Jóhannes Jónsson
1Viktor Guðmundsson
11Vilhjálmur Matthíasson
735213

Undirbúningsnefndin.


Fundarboð

Hæ hæ

Þið sem eruð hér fyrir vestan.

Vildi bara minna á fundinn á morgun 13 mars kl.20.00 á Langa Manga.

Endilega látið þetta berast til þeirra sem ekki fengu tölvupóst.

Kv

Helga og Sveina


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband