Færsluflokkur: Bloggar

Birna Hauks

Hæ öll,Það er mjög gaman að þessari síðu og takk kærlega fyrir framtakið hjá þér Hrönn. Ég er því miður ein af þeim sem skoða síðuna en passa mig vandlega á að skrifa hvorki í gestabókina né bloggfærslu. En ég bæti úr því hér með og vona virkilega að ég komist í vor, mig langar að hitta alla og rifja upp gamlar sögur og segja nýjar J .Af mér er helst að frétta að ég á 5 börn á aldrinum 17 mánaða til 25 ára og er alveg yndislegt að eiga öll þessi börn á öllum aldri. Svo á ég einnig eitt barnabarn, Hauk Hildimar, sem er að verða 4ja ára.  Ég kláraði tölvunarfræðina frá HÍ 1999 og hef unnið síðan hjá EJS – Hug – EJS.  Við búum í miðbæ Reykjavíkur ásamt þrem yngstu börnunum, elstu tvö eru flutt að heiman. Ég læt fylgja með mynd af mér og minni “litlu” fjölskyldu.

Og, Jóna Fanney, ég skil þig svo vel. Ég man þegar við útskrifuðumst og 10 ára útskriftarnemar komu á útskriftina og eitt þeirra hélt ræðu. Ég sat þarna í salnum og hugsaði með mér, “aumingja konan, hvað er eftir af hennar lífi”, gellan var 26 ára þá. En svo er líka alveg rétt sem margar mætar konur hafa sagt, lífið byrjar ekki fyrr en eftir fertugt þannig að mætum öll í vor og skemmtum okkur sem aldrei fyrr. Kv Birna.

 Fjölskyldan Birnu


Húrra undirbúningsnefnd!

Halló öll.  Mikið rosalega var gaman að fá bréfið frá undirbúningsnefndinni inn um lúguna í gær!  Og enn meira gaman að fá slóð á þessa frábæru síðu.  Hrönn á hrós skilið! Ekki laust við að maður fari offari í "nostalgíu", þegar maður hugsar til ykkar.  Mér finnst eins og þetta hafi allt gerst í gær!

Nema hvað.  María Björk systir segir við mig um daginn (fyrir jól).  Jóna, finnst þér ekki fríkað að það séu tuttugu ár síðan við fermdumst..., ha?  Mér fannst það nú...en þurfti nú aðeins að staldra við...því það er ekkert gefið hverju hún slær fram. stelpan (hvar væri hún án mín).  Og meðan ég var að telja á puttunum...færðist yfir mig skelfingarsvipur...!  María Björk...þetta eru þrjátíu ár!!  okei....

Þegar ég var í gaggó með ykkur, var ég sannfærð um að líf eftir tvítugsaldurinn væri ekki til.  Að halda það að maður héldi uppá þrjátíu ára fermingarafmæli má líkja við atriðiðið úr kvikmyndinni "shining" þegar flotta konan steig upp úr baðinu og breyttist í krumpað gamalmenni...(þessi mynd var nú vinsæl þegar við vorum í lagi)...man einhver eftir þessu atriði annar en ég...?......ííííí...........

En við erum nú einhvers staðar þarna mitt á milli.

Búin að taka 18. - 20. maí frá........heyrði í Ásdísi Guðmunds í dag.......hún er einnig í vígahug með að mæta.

knús kæru félagar.

Jóna Fanney

 


Sólarkaffið - ekki spurning !

Sæl öll og frábært að vita að þessi vettvangur er til staðar..

Ég heyrði af þessari bloggsíðu fyrir nokkrum dögum síðan þegar ég "palli var einn í heiminum, ég" hringdi í Magga Óla og spurðist fyrir um hvort árg.63 væri nú ekki að sameinast og mæta á Sólarkaffið hressari og háværari en nokkru sinni fyrr..

Eigum við ekki að fjölmenna ???

Bestu kveðjur og sjáumst hress..

Bjarni Hákonar (gsm 6607700 bjarniha@islandia.is )

ps. ég veit að myndir eiga heima í myndaalbúm, en ég stóðst ekki freistinguna.......

P0000169   P0000134    P0000132  P0000165  P0000129


Gleðilegt ár,..

Það er flott að vera búin að fá dagsetningu fyrir gillið í vor. Þótt ótrúlegt sé að komin eru heil 30 ár síðan maður neyddist til sofa með rúllur í hárinu,!! Það gleymist víst ekki þótt maður reyni og reyni. Væri ekki hreint drepfyndið ef allir gætu skellt fermingarmyndinni sinni á síðuna?  Auðvitað erum við nokkur sem höfum unnið markvisst að því að eyðaleggja öll sönnunargögn um þennann dag sökum útlitsins en samt væri það nú hreint *hillaríus*

Gaman að sjá að undirbúningsnefndin virðist halda traustum höndum um taumana á skipulaginu og gangi ykkur allt í haginn. Við gerum að sjálfsögðu bara eins og okkur er sagt þegar þar að kemur og mætum að sjálfsögðu öll sem eitt.

Ekki væri verra að hitta sem flesta á kaffinu um aðra helgi, líka ykkur að vestan, -hef alveg komist að því að það er hægt að keyra á milli þótt það taka kannski pínu stund, allavega í mínu tilviki....

Heyrumstum fljótt aftur, kveðjur María Björk


Þið sem búið út á landi þ.e.a.s utan stór Ísafjarðarsvæðisins

 Hæ hæ

Einhverjar hugmyndir um hvað þið viljið gera???

kv

Undirbúningsnefnd

 


Lög unga fólksins

Jæja nú óskum við eftir því að þið setjið hér inn óskalög frá tímanum okkar í skóla (barnaskóla og gagnfr.skóla) setjið það inn á athugasemdir við þessa bloggfærslu.

kveðja

Undirbúningsnefnd

 


Fundur á Ísafirði 13.janúar 2007

Sæl öllsömul

Við sitjum hér hluti af undirbuningsnefndinni og erum að ákveða dagskrá o.fl.

Við hittumst 15 skólafélagar í október síðastliðinn og tókum þá ákvörðun að það væri nauðsynlegt fyrir allann árganginn að hittast  18-20 mai á Ísafirði. 

Gaman væri ef allir sendu mynd af fjölskyldu sinni hvort sem þeir eru tvífættir eða fjórfættir á netafang mailto:helgaasgeirs@simnet.is      Þetta verður notað þegar við hittumst.

Aðrar gamlar myndir eru líka vel þegnar.

Kveðja

Gummi Hjalta, Þórhildur Sigurðardóttir, Sveina Högnadóttir og Helga Ásgeirs.

 

 

 


Sólarkaffið ofl.

Kæru jafnaldrar ég er ánægð að þið hafið tekið við ykkur en betur má ef duga skal því það er ekki nóg að kíkja bara á síðuna heldur á maður að láta í sér heyra líka td. skrifa athugasemd við bloggfærslu, skrifa í gestabókina eða bara að skrifa eina bloggfærslu!!

Í gær kíktu td. 34 inn á síðuna en bara 3 létu í sér heyra 2 í gestabókina og hún Ingibjörg Jóns kom með færslu um sig og sína !  Og í dag hafa 13 kíkt inn og enginn skrifað nema ég !!

Endilega láta í sér heyra ég er orðin hundleið á bullinu í sjálfri mér ;)

Læt fylgja með póst sem margir hafa eflaust fengið vegna Sólarkaffisins :)

Bestu kveðjur, Harpa.

 

36_1_37[1]

Ágæti viðtakandi.

Póstur þessi er sendur út um víðan völl til allra þeirra sem undirritaðir hafa komist yfir netföng hjá og hafa taugar til Ísafjarðar, til þess að auglýsa Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins sem haldið verður á Broadway föstudaginn 26. janúar n.k. Húsið opnar kl. 20.00

Nú ætlum við að blása í alla herlúðra og ná saman stærri hópi en nokkru sinni fyrr. Dagskráin er frábær og endar á dúndurballi með Milljónamæringunum með þeim Páli Óskari og Ragga Bjarna.

Sú nýbreytni verður tekin upp að þessu sinni að árgangar (tilvalið fyrir bekkjarpartý!) eða félagasamtök (s.s. gamlir ÍBÍ-ingar, Skíðafélagsfólk, golfarar, LL-félagar...) geta tryggt sér borð kaupi þeir 10 miða eða fleiri í forsölu. Tökum nú höndum saman, komum saman á Broadway og náum upp stemmningu innan þeirra hópa sem við tilheyrum óháð aldri og búsetu.

Viðtakandi er hvattur til þess að senda þennan póst áfram sem kostur er innan sinna raða, árgangs, vinahóps – í einu orði sagt að ná hinum vel þekktu snjóboltaáhrifum og koma fagnaðarerindinu sem víðast.

Flugfélag Íslands hefur af myndarskap sett upp frábært nettilboð að heiman og á mölina um þessa helgi,
www.flugfelag.is og Hótel Park Inn Ísland (áður Hótel Ísland Radisson) verður með sérstakt tilboð fyrir gesti á Sólarkaffi, www.parkinn.is

Forsala aðgöngumiða fer fram á Broadway laugardaginn 20. janúar milli kl. 14 til 16 og síðan í miðasölu Boadway í síma 533 1100.


Jakob Falur Garðarsson / Ólafur Sigurðsson.

 


Halló allir og gleðilegt ár

Var að kíkja á síðuna í gær og það er aldeilis mikið búið að gerast síðan ég kíkti á hana síðast (greinilega allt of langt síðan).   Gaman að heyra hvað allir eru búnir að ver að fást við.  Takk fyrir skilaboðin Harpa ég var einmitt búin að týna niður aðgangsorðunum þannig að það var fínt að fá þau.

Ég bý á Seltjarnarnesi og búin að vera þar í 17 ár.  Ég er gift og á fjögur börn.  Árna Þórólf 16 ára, Mörtu Maríu 13 ára,  Hauk Húna 10 ára og Birtu Sóleyju 8 ára.  Ég vinn í leikskólunum hér á Nesinu.  Ég er þroskaþjálfi og sé um málefni barnanna sem þurfa sér stuðning á þeim tveimur leikskólum sem eru hér.

Kveðja Ingibjörg Jóns


Senn líður að jólum :)

Sæl öllsömul, ég kíki reglulega hér inn og nú bara hreinlega varð ég að bæta við færslu Smile  Ætlaði reyndar að setja inn gamlar myndir úr skólaferðalaginu um daginn en verð að bíða með það um sinn, a.m.k. þar til ég fæ aðstoð.... er ekki mesti tölvunördinn ... þó ég geti nú yfirleitt bjargað mér....Blush
þá gekk þetta ekki allveg upp.  Eru ekki fleiri, sem langar til að kasta kveðju hér inn? svona í anda jóla og þess háttar Woundering  Þá er ég ekki að meina að það þurfi að setja inn heilu piparköku-uppskriftirnar Whistling en ef einhver lumar á uppskrift af góðri jólaglögg þá endilega leyfið okkur hinum að njóta Wink - Læt þetta duga í bili.....Tounge  Látið ykkur líða vel.   bestu kveðjur, Sirrý


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband