Sólarkaffið ofl.

Kæru jafnaldrar ég er ánægð að þið hafið tekið við ykkur en betur má ef duga skal því það er ekki nóg að kíkja bara á síðuna heldur á maður að láta í sér heyra líka td. skrifa athugasemd við bloggfærslu, skrifa í gestabókina eða bara að skrifa eina bloggfærslu!!

Í gær kíktu td. 34 inn á síðuna en bara 3 létu í sér heyra 2 í gestabókina og hún Ingibjörg Jóns kom með færslu um sig og sína !  Og í dag hafa 13 kíkt inn og enginn skrifað nema ég !!

Endilega láta í sér heyra ég er orðin hundleið á bullinu í sjálfri mér ;)

Læt fylgja með póst sem margir hafa eflaust fengið vegna Sólarkaffisins :)

Bestu kveðjur, Harpa.

 

36_1_37[1]

Ágæti viðtakandi.

Póstur þessi er sendur út um víðan völl til allra þeirra sem undirritaðir hafa komist yfir netföng hjá og hafa taugar til Ísafjarðar, til þess að auglýsa Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins sem haldið verður á Broadway föstudaginn 26. janúar n.k. Húsið opnar kl. 20.00

Nú ætlum við að blása í alla herlúðra og ná saman stærri hópi en nokkru sinni fyrr. Dagskráin er frábær og endar á dúndurballi með Milljónamæringunum með þeim Páli Óskari og Ragga Bjarna.

Sú nýbreytni verður tekin upp að þessu sinni að árgangar (tilvalið fyrir bekkjarpartý!) eða félagasamtök (s.s. gamlir ÍBÍ-ingar, Skíðafélagsfólk, golfarar, LL-félagar...) geta tryggt sér borð kaupi þeir 10 miða eða fleiri í forsölu. Tökum nú höndum saman, komum saman á Broadway og náum upp stemmningu innan þeirra hópa sem við tilheyrum óháð aldri og búsetu.

Viðtakandi er hvattur til þess að senda þennan póst áfram sem kostur er innan sinna raða, árgangs, vinahóps – í einu orði sagt að ná hinum vel þekktu snjóboltaáhrifum og koma fagnaðarerindinu sem víðast.

Flugfélag Íslands hefur af myndarskap sett upp frábært nettilboð að heiman og á mölina um þessa helgi,
www.flugfelag.is og Hótel Park Inn Ísland (áður Hótel Ísland Radisson) verður með sérstakt tilboð fyrir gesti á Sólarkaffi, www.parkinn.is

Forsala aðgöngumiða fer fram á Broadway laugardaginn 20. janúar milli kl. 14 til 16 og síðan í miðasölu Boadway í síma 533 1100.


Jakob Falur Garðarsson / Ólafur Sigurðsson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: argangur 63

Hæ aftur og aftur Harpa go´morron vildi ég sagt hafa... ef fer fram sem horfir þá gætum við líka bara farið að skrifast á.... upp á gamla mátann.... erum orðnar hálfgerðir pennavinir hérna... en sem sagt... ég kommenta náttúrulega svo þú verðir ekki hundleið á að lesa þínar færslur (skemmtilegir þessir broskarlar) En að öðru leyti.... hafðu það bara gott ... þar til næst.... kv.Sirrý

argangur 63, 12.1.2007 kl. 23:00

2 identicon

Hæ hæ Sirrý gaman að heyra frá þér  já hvernig væri það að fara að skrifast bara á uppá gamla mátan ég fæ ekkert leið á þessu svo lengi sem þú nennir að skrifast á við mig hér  hafðu það sömuleiðis gott þar til næst...kvj. Harpa.

Harpa (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband