Gleðilegt ár,..

Það er flott að vera búin að fá dagsetningu fyrir gillið í vor. Þótt ótrúlegt sé að komin eru heil 30 ár síðan maður neyddist til sofa með rúllur í hárinu,!! Það gleymist víst ekki þótt maður reyni og reyni. Væri ekki hreint drepfyndið ef allir gætu skellt fermingarmyndinni sinni á síðuna?  Auðvitað erum við nokkur sem höfum unnið markvisst að því að eyðaleggja öll sönnunargögn um þennann dag sökum útlitsins en samt væri það nú hreint *hillaríus*

Gaman að sjá að undirbúningsnefndin virðist halda traustum höndum um taumana á skipulaginu og gangi ykkur allt í haginn. Við gerum að sjálfsögðu bara eins og okkur er sagt þegar þar að kemur og mætum að sjálfsögðu öll sem eitt.

Ekki væri verra að hitta sem flesta á kaffinu um aðra helgi, líka ykkur að vestan, -hef alveg komist að því að það er hægt að keyra á milli þótt það taka kannski pínu stund, allavega í mínu tilviki....

Heyrumstum fljótt aftur, kveðjur María Björk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra frá  þér María Björk   rúllur í hárinu já guð það var hræðilegt, maður leit út fyrir að vera 50 þá ekki 14 .  En hvað fermingarmyndir varðar þá lét ég ekki taka mynd á stofu þennan dag mömmu til mikillar mæðu en ég var víst þrjóskari en allt svo það gekk engan veginn, en ég held að honum stjúpa mínum hafi tekist að ná nokkrum myndum af mér sem ég hef ekki komið höndum yfir því það eru slidesmyndir og þær lét ég í friði . Hlakka til að hitta ykkur öll á Sólarkaffinu , bestu kveðjur Harpa.

Harpa (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband