Halló öll. Mikið rosalega var gaman að fá bréfið frá undirbúningsnefndinni inn um lúguna í gær! Og enn meira gaman að fá slóð á þessa frábæru síðu. Hrönn á hrós skilið! Ekki laust við að maður fari offari í "nostalgíu", þegar maður hugsar til ykkar. Mér finnst eins og þetta hafi allt gerst í gær!
Nema hvað. María Björk systir segir við mig um daginn (fyrir jól). Jóna, finnst þér ekki fríkað að það séu tuttugu ár síðan við fermdumst..., ha? Mér fannst það nú...en þurfti nú aðeins að staldra við...því það er ekkert gefið hverju hún slær fram. stelpan (hvar væri hún án mín). Og meðan ég var að telja á puttunum...færðist yfir mig skelfingarsvipur...! María Björk...þetta eru þrjátíu ár!! okei....
Þegar ég var í gaggó með ykkur, var ég sannfærð um að líf eftir tvítugsaldurinn væri ekki til. Að halda það að maður héldi uppá þrjátíu ára fermingarafmæli má líkja við atriðiðið úr kvikmyndinni "shining" þegar flotta konan steig upp úr baðinu og breyttist í krumpað gamalmenni...(þessi mynd var nú vinsæl þegar við vorum í lagi)...man einhver eftir þessu atriði annar en ég...?......ííííí...........
En við erum nú einhvers staðar þarna mitt á milli.
Búin að taka 18. - 20. maí frá........heyrði í Ásdísi Guðmunds í dag.......hún er einnig í vígahug með að mæta.
knús kæru félagar.
Jóna Fanney
Flokkur: Bloggar | 20.1.2007 | 20:05 (breytt kl. 20:05) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.