Birna Hauks

Hæ öll,Það er mjög gaman að þessari síðu og takk kærlega fyrir framtakið hjá þér Hrönn. Ég er því miður ein af þeim sem skoða síðuna en passa mig vandlega á að skrifa hvorki í gestabókina né bloggfærslu. En ég bæti úr því hér með og vona virkilega að ég komist í vor, mig langar að hitta alla og rifja upp gamlar sögur og segja nýjar J .Af mér er helst að frétta að ég á 5 börn á aldrinum 17 mánaða til 25 ára og er alveg yndislegt að eiga öll þessi börn á öllum aldri. Svo á ég einnig eitt barnabarn, Hauk Hildimar, sem er að verða 4ja ára.  Ég kláraði tölvunarfræðina frá HÍ 1999 og hef unnið síðan hjá EJS – Hug – EJS.  Við búum í miðbæ Reykjavíkur ásamt þrem yngstu börnunum, elstu tvö eru flutt að heiman. Ég læt fylgja með mynd af mér og minni “litlu” fjölskyldu.

Og, Jóna Fanney, ég skil þig svo vel. Ég man þegar við útskrifuðumst og 10 ára útskriftarnemar komu á útskriftina og eitt þeirra hélt ræðu. Ég sat þarna í salnum og hugsaði með mér, “aumingja konan, hvað er eftir af hennar lífi”, gellan var 26 ára þá. En svo er líka alveg rétt sem margar mætar konur hafa sagt, lífið byrjar ekki fyrr en eftir fertugt þannig að mætum öll í vor og skemmtum okkur sem aldrei fyrr. Kv Birna.

 Fjölskyldan Birnu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband