Sæl öll sömul
Rosalega var gaman um helgina, fyrir þau sem ekki komust þá var dagskráin nokkurn vegin svona:
Mætti við Sundhöll Ísafjarðar þar biðu okkar Kalli og Guðríður lásu upp kladdann og svo farið í Brennó að því loknu farið í rútu inn í Sigurðarbúð, borðuð pizza og dansað fram eftir nóttu.
Á laugardeginum var hist við Gamla sjúkrahúsið og það skoðað. Síðan farið í rútu út í Hnífsdalskirkjugarð, Þar var Steinunnar og Sveinbjörns minnst. Eftir það var farið í Harðfisk og hákarlaverkun Guðmundar Páls Óskarssonar og afurðir prófaðar. Fórum svo inn í Vestfjarðargöng og skoðuðum þar fossinn. Enduðum svo niður á Silfurtorgi og borðuðum þar kringlur úr Gamla. Um kvöldið var farið í Krúsina og snæddur matur og svo ball.
Tók áskorun Maríu Bjarkar og setti inn nokkrar myndir. kv. Helga Ásg.
P.S Eigum slatta af sundpokum eftir ef þið hafið áhuga þá eru þeir til sölu á kr. 1.000. innifalið í verði er póstkostnaður.
Leggið inn á reikning 0556-14-602888 Kt. 170163-7299 og tilgreinið hver er greiðandi.
Flokkur: Bloggar | 21.5.2007 | 17:58 (breytt kl. 18:05) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.