Helgin

Sæl öll sömul

Rosalega var gaman um helgina, fyrir þau sem ekki komust þá var dagskráin nokkurn vegin svona:

Mætti við Sundhöll Ísafjarðar þar biðu okkar Kalli og Guðríður lásu upp kladdann og svo farið í Brennó að því loknu farið í rútu inn í Sigurðarbúð, borðuð pizza  og dansað fram eftir nóttu.

Á laugardeginum var hist við Gamla sjúkrahúsið og  það skoðað. Síðan farið í rútu út í Hnífsdalskirkjugarð, Þar var Steinunnar og Sveinbjörns minnst. Eftir það var farið í Harðfisk og hákarlaverkun Guðmundar Páls Óskarssonar og afurðir prófaðar.  Fórum svo inn í Vestfjarðargöng og skoðuðum þar fossinn. Enduðum svo niður á Silfurtorgi og borðuðum þar kringlur úr Gamla.  Um kvöldið var farið í Krúsina og snæddur matur og svo ball.

Tók áskorun Maríu Bjarkar og setti inn nokkrar myndir.   kv. Helga Ásg.

100_1421

P.S Eigum slatta af sundpokum eftir ef þið hafið áhuga þá eru þeir til sölu á kr. 1.000. innifalið í verði er póstkostnaður.

Leggið inn á reikning 0556-14-602888 Kt. 170163-7299 og tilgreinið hver er greiðandi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband