Árgangur 1963 fagnaði 30 ára fermingarafmæli

bb.is  » Forsíða » Frétt
Arg63 
30 ára fermingarbörn áttu gleðilega endurfundi á Ísafirði um helgina.

bb.is | 22.05.2007 | 13:27

Árgangur 1963 fagnaði 30 ára fermingarafmæli

Árgangur 1963 á Ísafirði kom saman um helgina af tilefni af því að þrjátíu ár eru liðin frá því að hópurinn gekk til altaris í fyrsta sinn. „Endurfundirnir voru mjög vel heppnaðir og skemmtilegir. Við byrjuðum á því að hittast á föstudag og fórum í brennó í íþróttahúsinu á Austurvelli og síðan borðuðum við pizzu saman í Sigurðarbúð og rifjuðum upp gömul kynni“, segir Helga Ásgeirsdóttir, eitt fermingarsystkinanna. Þá komu til endurfundanna um 50 manns af um 70 sem fermdust saman. „Á laugardeginum fórum við óvissuferð og út að borða um kvöldið. Þetta var allt saman mjög skemmtilegt og vel heppnað“, segir Helga.

thelma@bb.is

Vonandi er ok  BB. vegna að birta þess frétt hér !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einstaklega föngulega hópur saman komin !! Sumir heldur framlágir eftir djammið kvöldið áður  .

Vera svo dugleg að skrifa í aths.,gestó eða bara á síðuna sjálfa!!

B.kv.

HB.

Harpa (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband