Ég sé að það er enginnað setja neitt inn hér þannig að ég ætla að segja ykkur hvað ég er að fást við. Eftir gaggó fór ég ekki íMenntaskólann, vann eitt ár í Íshúsfélaginu og fór svo í Fjölbraut á Akranesi ( vona að ég móðgi engann en það er eitt af ömurlegustu bæjum landsins ) entist þar í hálfan vetur. Síðan vann ég í Íshúsfélaginu, fór í öldungadeild Menntaskólans á Ísafirði. Síðan fór ég að vinna í Kaupfélaginu, útibúinu sem var í blokkinni á Hlíðarveginum, þaðan lá svo leiðin á skrifstofu Kaupfélagsins, alls vann ég hjá Kaupfélaginu í 14 ár, eða þangað til ég átti tvíburana mína 1996. Svo eignaðist ég son árið 2000, þannig að í dag er ég heimavinnandi öryrkji og þriggja barna móðir. Helstu áhugamál er handavinna af öllum gerðum, er einhver hissa??
Skora á ykkur hin að segja pínulítið frá ykkur.
Þórhildur Sig.
Flokkur: Bloggar | 20.9.2006 | 20:09 (breytt 27.9.2006 kl. 17:57) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.