Þórhildur Sigurðardóttir

Ég sé að það er enginnað setja neitt inn hér þannig að ég ætla að segja ykkur hvað ég er að fást við.   Eftir gaggó fór ég ekki íMenntaskólann, vann eitt ár í Íshúsfélaginu og fór svo í Fjölbraut á Akranesi ( vona að ég móðgi engann en það er eitt af ömurlegustu bæjum landsins ) entist þar í hálfan vetur.  Síðan vann ég í Íshúsfélaginu, fór í öldungadeild Menntaskólans á Ísafirði.  Síðan fór ég að vinna í Kaupfélaginu, útibúinu sem var í blokkinni á Hlíðarveginum, þaðan lá svo leiðin á skrifstofu Kaupfélagsins,  alls vann ég hjá Kaupfélaginu í 14 ár, eða þangað til ég átti tvíburana mína 1996.  Svo eignaðist ég son árið 2000, þannig að í dag er ég heimavinnandi öryrkji og þriggja barna móðir.  Helstu áhugamál er handavinna af öllum gerðum,  er einhver hissa?? Brosandi

Skora á ykkur hin að segja pínulítið frá ykkur.

Þórhildur Sig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband