Kristín Karólína Kristjánsdóttir

 Sæl og blessuð öll sömul.

 Smá upplýsingar um mig.

Fór að vinna strax eftir grunnskóla í Norðurtanganum. Vann einnig í Bókhlöðunni og Hamraborg en það var ekki lengi. Ég flutti frá Ísafirði árið 1985 og fór að vinna í Granda. Vann þar í einn vetur ásamt því að vinna á skemmtistaðunum Hollywood. Í apríl 1986 fór ég að vinna hjá VISA Íslandi og er þar enn!

Ég bý í Grafarvogi, beint fyrir ofan kirkjuna, ásamt syni mínum sem heitir Sindri Karl. Hann er 11 ára, fæddur 3. mars 1995. Á heimilinu búa einnig kisurnar okkar tvær, systkinin Snotra og Skuggi.

 Hvet ykkur hin sem ekki hafa sagt frá ykkur að gera það.

Takk kærlega fyrir að koma þessari síðu af stað Hrönn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband