Sæl öllsömul, ég kíki reglulega hér inn og nú bara hreinlega varð ég að bæta við færslu Ætlaði reyndar að setja inn gamlar myndir úr skólaferðalaginu um daginn en verð að bíða með það um sinn, a.m.k. þar til ég fæ aðstoð.... er ekki mesti tölvunördinn ... þó ég geti nú yfirleitt bjargað mér....
þá gekk þetta ekki allveg upp. Eru ekki fleiri, sem langar til að kasta kveðju hér inn? svona í anda jóla og þess háttar Þá er ég ekki að meina að það þurfi að setja inn heilu piparköku-uppskriftirnar
en ef einhver lumar á uppskrift af góðri jólaglögg þá endilega leyfið okkur hinum að njóta
- Læt þetta duga í bili.....
Látið ykkur líða vel. bestu kveðjur, Sirrý
Flokkur: Bloggar | 5.12.2006 | 10:19 (breytt kl. 10:19) | Facebook
Athugasemdir
Ég kíki líka reglulega hér inn,, voðalega eru litlar undirtektir með þessa síðu. Það koma greinilega margir hér inn til að skoða, Það er nú allt í lagi að setja hæ og nafn inn á gestabókina ,, finnst ykkur ekki.?
Þórhildur
argangur 63, 7.12.2006 kl. 17:31
Já... hm... allveg sammála þér þar ... væri gaman að sjá stöku hreyfingu hér svona öðru hvoru.... kannski vita bara fáir af henni (síðunni) ? eða eru hlédrægir að eðlisfari
kv.Sirrý
argangur 63, 7.12.2006 kl. 22:55
Gaman að heyra frá þér Sirrý
já það eru allir eitthvað voða slappir að skrifa á þessa síðu !! Bæði Ása Tedda og Guðrún Reynis voru búnar að lofa mér að skrifa inn á hana, en ekkert bólar á þeim
bið að heilsa, kveðja Harpa.
Harpa (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 18:18
Sæl Harpa mín
- já sennilega hafa allir bara yfir-ið nóg að gera fyrir jólin... það er eins gott að ég átti piparköku-uppskrift og er lööngu hætt að geta drukkið þessa krydduðu jólaglögg
en annars langar mig að óska þeim sem þetta lesa Gleðilegra jóla og að öllum líði vel yfir hátíðarnar (borði yfir sig o.s.frv.) með jólakveðju Sirrý
argangur 63, 18.12.2006 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.