Var að kíkja á síðuna í gær og það er aldeilis mikið búið að gerast síðan ég kíkti á hana síðast (greinilega allt of langt síðan). Gaman að heyra hvað allir eru búnir að ver að fást við. Takk fyrir skilaboðin Harpa ég var einmitt búin að týna niður aðgangsorðunum þannig að það var fínt að fá þau.
Ég bý á Seltjarnarnesi og búin að vera þar í 17 ár. Ég er gift og á fjögur börn. Árna Þórólf 16 ára, Mörtu Maríu 13 ára, Hauk Húna 10 ára og Birtu Sóleyju 8 ára. Ég vinn í leikskólunum hér á Nesinu. Ég er þroskaþjálfi og sé um málefni barnanna sem þurfa sér stuðning á þeim tveimur leikskólum sem eru hér.
Kveðja Ingibjörg Jóns
Athugasemdir
Gaman að heyra frá þér Ingibjörg
vona taka fleiri þig til fyrirmyndar og láta einhverja upplýsingar um sig á síðuna, kveðja Harpa.
argangur 63, 10.1.2007 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.